LELY Calm-Kßlfafˇstran

Besta byrjunin fyrir kálfana þína

Þegar kálfur sýgur móður sína drekkur hann venjulega í smáum skömmtum sem hann dreifir yfir allan daginn. Hins vegar er það þannig á almennum kúabúum að kálfarnir eru yfirleitt fóðraðir aðeins tvisvar til þrisvar sinnum á dag.

Vænlegt kálfauppeldi

Með LelyCalm kálfafóstrunni býður Lely lausn fyrir kálfa sem líkir eftir náttúrulegu umhverfi gripanna. Kálfarnir hafa aðgang að fóstrunni allan sólarhringinn og geta sogið líkt og þeir gera ef þeir gengju undir kúnni.

Lely býður nokkrar gerðir kálfafóstra sem auðvelt er að laga að þinu fjósi. Við fóstruna má tengja tvær drykkjarstöðvar sem báðar geta þjónað 25-30 kálfum sem drekka að meðaltali 6 kg af mjólk. Stærri kálfafóstrurnar ráða við allt að fjórar drykkjarstöðvar sem geta þá þjónað 80-100 kálfum.

Hægt er að velja um tvær megin útfærslur:

1. Fóstra sem tengd er inn á T4C hugbúnaðinn í Lely Astronaut mjaltaþjóninum. Öll stjórnun gripanna er stjórnað úr PC tölvu og allar upplýsingarnar eru geymdar frá kálfi til kýr.

2. Hin útfærslan er algerlega sjálfstæð og tengist ekki inná T4C hugbúnaðinn í mjaltaþjóninum. Upplýsingarnar eru geymdar í tölvu en eru alltaf aðgengilegar þegar þú þarft á þeim að halda.

Lely Calm kálfafóstruna er hægt að panta í þremur mismunandi útfærslum:

1. Eingöngu mjólkurduftsgjöf

2. Eingöngu ferskmjólkurgjöf

3. Svokölluð „Combi“ fóstra sem gefur duft og/eða ferskmjólk.

Með þessum þremur gerðum eru margar útfærslur til þess að auðvelda þér að sníða Lely Calm kálfafóstruna að þínum aðstæðum.

Skoða heimasíðu

TIL BAKA