LELY Discovery-Flˇrgo­inn

Lely Discovery-flórgoðinn er frábær lausn til þess að halda steinbitunum hreinum.
Flórgoðinn keyrir nánast hljóðlaust um fjósið eftir fyrirfram ákveðinni leið. Hann
skefur steinbitana og milliganga án þess að trufla kýrnar. Jafnvel þar sem umferð
er mest og þröngt á þingi þrífur flórgoðinn rækilega og sneyðir hjá öllum hindrunum.
Eftir hverja ferð fer flórgoðinn í heimahöfn og hleður sig fyrir næstu ferð.

Auðveld uppsetning og einföld umsjón
Einungis þarf að setja upp hleðslustöðina. Með E-fjarstýringunni ákveður þú þær
leiðir sem flórgoðanum er ætlað að þræða í fjósinu. Eins og gildir um önnur
Lely-tæki er Discovery-flórgoðinn ódýr í rekstri og viðhaldsþörf í lágmarki.

Skoða heimasíðu

TIL BAKA