LELY-HeyvinnuvÚlar

Meira en hálf öld er síðan Hollensku Lely verksmiðjurnar hófu framleiðslu á heyvinnutækjum. Lely heyvinnuvélarnar hafa alltaf verið fremstar í flokki þegar kemur að nýjungum í útfærslu og hönnun í takt við breytta tíma. Má þar nefna t.d. útfærslu á drifbúnaði sláttuvélanna er þurfa 18 - 20% minna vélarafl en aðrar gerðir. Rakstarvélarnar eru tæknilega útbúnar þannig að þær fylgja ójöfnu landslagi mjög vel og tindarnir ná því auðveldlega að raka saman hverri einustu heyvisk á túninu án þess að rífa upp svörðin og menga heyið.

Það sem skilur LELY heyþyrlurnar frá öðrum gerðum heyþyrlna er hin fullkomna og háþróaða hönnun á tindunum. Endar tindanna eru króklaga og þeir vinna á þann hátt að heyið sem þyngra er í flekknum, þ.e. blautara, lendir í efsta lagi flekksins þegar heyinu er snúið, auk þess sem krókatindarnir snúa meira heymagni í einu. Grindarbygging heyþyrlanna, bæði lyftutengdra og dragtengdra er í sérflokki og gerir notkun þeirra einstaklega þægilega.

Sjá myndir með því að smella á heiti vélanna!

 


  

Lely Splendimo sláttuvélar

Sláttuborðinu í LELY SPLENDIMO sláttuvélum er raðað saman úr samansetjanlegum stöðluðum einingum. þ.e. millistykkjum og diskadrifum. Driföxull knýr diskana með vinkildrifi. Vinkildrif hvers disks er forsmurt með feiti. Vegna þessara byggingarmáta nota Splendimo sláttuvélarnar 
15-30% minni orku en aðrar sláttuvélar hér á markaði. Þær eru því léttar í snúningi og minni dieselolía fer í slá hvern hektara

Lely Splendimo M/MC
Eru með miðjuhengt sláttuborð og beintengt gírdrif niður á innsta sláttudisk. Sláttudiskar eru knúnir með öxli sem drifinn er af fyrsta sláttudisk og liggur öxullinn eftir endilöngum sláttubakkanum beint undir diskunum. Þyngd sláttuborðsins,sem hvílir á grassverðinum, er stillt með vökvatjakk og fjaðrar í gasdempara.

Lely Splendimo F / FC
Framtengd vél. Hún hangir í burðarramma sem dregur sláttuvélina þannig að hún fylgir ójöfnu landi mjög vel og er auðveld í vinnslu.

Lely Splendimo PC
Dragtengd knosaravél með stálknosara og löngu dráttarbeisli, vél sem getur slegið hægra eða vinstra megin við dráttarvélina.

Splendimo Classic V.br. 1,65 m – 3,2 m. Aflþörf frá 40 – 60 hö.
Splendimo M Miðjuhengt sláttuborð. V.br. 2,4 m – 3,6 m. Aflþörf frá 40 – 75 hö.
Splendimo MC Vél með knosarabúnaði. V.br. 2,4 m – 3,2 m.  Aflþörf 60 – 90 hö.
Splendimo F Framsláttuvél.  V.br. 2,4 m – 3,2 m.  Aflþörf 50 – 70 hö.
Splendimo FC Framsláttuvél með knosara. V.br. 2,8 m – 3,2 m.  Aflþörf 60 – 80 hö.
Triplo combination Samstæða, (2x320 M/MC+320 F/FC) með eða án knosara. V.br.9 m.
Splendimo P Dragtengd vél. V.br. 5,5 m. Aflþörf 95 hö.
Splendimo PC Dragtengd vél með knosarabúnaði.  V.br. 3,2 m – 3,6 m. Aflþörf 80 – 100 hö.

 


 

Lely Lotus heytætlur

Mestu afköst heyþyrlunnar eru vegna sérstakrar hönnunar á tindunum. Hinir einstöku Lely krókatindar snúa heyinu mun betur en vélar með beina tinda. Tvöföldu krókatindarnir þeyta heyinu með krafti og hraða upp í loft og langt aftur fyrir þyrluna. Tindarnir eru mislangir, lengri tindurinn grípur heyið næst sverðinum en styttri tindurinn grípur heyið sem liggur ofan á. Því lengra sem heyinu er kastað því betri er snúningurinn. Blauta heyið sem liggur næst sverðinum þeytist lengra og lendir ofan á þurrara heyinu sem kastast styttra. Einstök tindafestingin veldur minni málmþreytu og tindar brotna því afar sjaldan. Langur ábyrgðartími er á tindunum.

Lyftutengdu Lotus heyþyrlurnar eru með sérlega hugvitsamlega smíðuðu beisli sem leikur í fjórum liðtengjum er gera það að verkum að lítið slit verður á beislinu og að endar heyþyrlunnar eru ekki að sveiflast fram og aftur í vinnslu jafnvel þó að túnið sé óslétt. Einnig þolir þyrlan mjög krappar beygjur.

Dragtengdu LOTUS heyþyrlurnar eru líka stöðugar í vinnslu þar sem beislið er sérstaklega langt og vélin keyrir alltaf á burðarhjólunum. Burðarhjólin eru framan við stjörnurnar. Þess vegna er hægt að lyfta öllum 6-8 stjörnunum jafnt upp án þess að stöðva drifið og aka yfir heygarðana án þess að draga heyið til eða þeyta því út í loftið.

Í flutningsstöðu er vélin brotin saman fram og upp á burðargrindina þannig að þyngdarpunkturinn verður lágur, það eykur stöðugleika og öryggi í flutningsakstri. Því er áhættuminna að keyra hraðar á milli túna.


Lotus Stabilo Lyftutengdar. V.br. 5,2 – 9,0 m.
Lotus 1020 Profi Dragtengd, samanfellanleg. V.br. 10,2 m.
Lotus 1500 Dragtengd, samanfellanleg.  V.br. 15 m.
Lotus 900 Dragtengd, samanfellanleg.  V.br. 9 m.
Lotus 770 Dragtengd, samanfellanleg.  V.br. 7,7 m.

 


  

Lely Hibiscus rakstrarvélar

LELY framleiðir tvær gerðir gerðir af miðjumúgavélum. Annarsvegar efnismikla sterkbyggða vél þar sem stjörnurnar eru festar á endann á A-laga ramma og ramminn festur á grindina með sterkum festingum er heldur A-rammanum alveg stöðugum. Hjólstellið aftast á vélinni er fest á grindarendann á svipaðan máta. Þannig myndar vélin gríðarsterka heild sem þolir mikið og langvarandi álag.

Hin gerðin er léttbyggð vél, þar sem auðvelt er að draga stjörnunar saman á meðan vélin er í vinnslu og stjórna þannig vinnslubreidd og múgabreidd rakstarvélarinnar.

Hibiscus-rakstrarvélar eru mjög sterkbyggðar vélar sem eru framleiddar úr þykku og góðu stáli. Með þessum frábæru tækjum hefur Lely skapað nýtt viðmið og fyrirmynd múgavéla – vélar sem eru auðveldar í notkun og með óviðjafnanlega endingu.

Hóflega beygðir tindar Hibiscus-vélanna valda minn fyrirstöðu á túni og draga þannig úr álagi. Sérstök lögun þeirra og gott efni þýða að tindar endast mjög lengi og vélarnar eru allar ódýrar í rekstri. Haganleg hönnun og festing tindanna gerir það að verkum að þeir haggast ekki á arminum – þar eru þeir fastir fyrir. Ný festing girðir fyrir ofherslu og spenna með tilheyrandi málmþreytu myndast ekki í tindafestingunni sjálfri. Tafir vegna brotinna tinda eru því í algjöru lágmarki.

Hibiscus  425-455-485-485 P Einnar stjörnu rakstarvélar  V.br. 4,25 - 4,75 m.
Hibiscus CD Vario 745-815-915 Tveggja stjörnu miðjurakstrarvélar. V.br. 7,25 – 8,70 m.
Hibiscus SD 655-765 Tveggja stjörnu hliðarrakstrarvélar. V.br.  6,5 – 7,6 m.
Hibiscus  1015 CD Profi Tveggja stjörnu miðjurakstrarvél. V.br. 9,2 – 10,2 m.

 


  

Lely Tigo heyhleðsluvagnar

Tigo S Stærð  34  - 47 m3
Tigo R Stærð  34  - 47 m3
Tigo R Profi Stærð 50 – 68 m3
Tigo R Combi Stærð 58 -  68 m3

 


 

Lely Welger

Welger AP  
Welger RP 202  
Welger RP 245  
Welger RP 415  
Welger RP 445  
Welger RP 535  

 


 

LELY Welger Tornado - Sambyggðar rúllu og pökkunarvélar

LELY Welger RPC 245 Tornado
RPC 245 er lauskjarna keflavél. Svokölluð „Fixed chamber baler“.

Sjá nánar: Lely Tornado 245 - Myndbönd og margt fleira.

LELY Welger RPC 445 Tornado
RPC 445 er fastkjarna rúlluvél með gúmmíbeltum með breytilegri rúllustærð frá 0,90m til 1,60m. Svokölluð „Variable chamber baler“.

Sjá nánar: LelyTornado 445 - Myndbönd og margt fleira.

 


 

STORM múgsaxarar

Storm 130 P  

 

TIL BAKA