LELY Juno-Sjßlfvirki fˇ­ursˇpurinn

Það er þekkt staðreynd að tíðari fóðrun mjólkurkúa eykur bæði átgetu og nyt. Aukin fóðurinntaka stuðlar einnig að bættri heilsu gripanna. Það er hins vegar töluverð vinna að sópa fersku fóðri stöðugt að kúnum allan daginn og er því oft heftandi þáttur í fóðruninni. Þetta er tæki sem ekur nánast hljóðlaust um fóðurganginn og sópar fóðrinu að kúnum án þess að trufla þær. Lely Juno er byggður á sömu tækni og Lely Discovery flórgoðinn. Lely Juno sparar bóndanum dýrmætan tíma alla daga. Junoinn gefur bóndanum meira svigrúm til þess að nýta tímann utan fjóss betur, vitandi það að Lely Junoinn hugsar vel um kýrnar og færir þeim ferskt fóður mörgum sinnum á dag.

Skoða heimasíðu

TIL BAKA