LELY-Mjalta■jˇnninn

LELY ASTRONAUT A4 MJALTAÞJÓNNINN

  • Ný kynslóð í mjaltatækni.
  • Nútímaleg háþróuð mjaltatækni.
  • Lely er lang mest seldi mjaltaþjónninn, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim

HÉR FYRIR NEÐAN ER HÆGT AÐ HORFA Á ÁHUGAVERT EFNI UM
NÝJA LELY ASTRONAUT A4 MJALTAÞJÓNINN.

 

 

Náttúrulega leiðin við mjaltir

Best er að hafa sem allra fæstar hindranir í fjósinu
Sjálfvirkar mjaltir með mjaltaþjóni eru, á ýmsan hátt, frábrugðnar hefðbundnum. Mesti munurinn er sá að mjólka má kýrnar í betra samræmi við það sem þeim er eðlilegast. Til að nýta þann kost sem best er leitast við að skapa umhverfi þar sem mjólka má kúna við bestu aðstæður og kýrnar komast í mjaltaþjóninn án hindrana.

Beint af augum er eðlilegra
Af sérstökum eiginleikum Lely Astronaut A4-mjaltaþjónsins er gegnumgangurinn, hið svokallað
I-flæði, merkilegastur. Sé kú gert kleift að ganga beint inn og út úr mjaltaþjóni er mörgum óþarfa hindrunum rutt úr vegi. „Kýrvæn“ hönnunin heldur hjörðinni saman og streituvaldandi þáttum í fjósinu fækkar svo um munar. Ýmsar aðrar merkilegar nýjungar í Astronaut A4 mjaltaþjóninum auka afkastagetu hans enn frekar þannig að ekkert annað mjaltakerfi stenst honum snúning.

„Mýkri meðhöndlun“ mjólkurinnar
Með nýja Lely Astronaut A4 kynnti Lely til sögunnar einstaka mjólkurdælu sem samanstendur af stálhólk sem í er sílikonbelgur. Dælan vinnur þannig að mjólkin rennur úr skilakútnum inn í  sílikonbelginn. Þegar belgurinn er fullur er lofti hleypt inn í stálhólkinn. Við það þrýstist belgurinn saman og ýtir mjólkinni mjúklega inn í mjólkurtankinn. Nýja dælan fer mun betur með mjólkina en hefðbundnar spaðadælur. Með því að beita þessari mýkri og hreinlátari aðferð má auka gæði mjólkurinnar þannig að þau séu ávallt sem næst hámarki og gildi frjálsra fitusýra lækkar.

Allar upplýsingar sem þú þarft til að hafa stjórn á hlutunum - og halda hrausta gripi
Lely T4C-rekstrarkerfið safnar og heldur utan um skráð gögn og gefur upplýsingar um stöðu mála, á stað og stund, með kennitölum á skjá; þannig fylgist þú með nyt, heilsu hjarðarinnar, ástandi mjaltakerfisins og einstökum kúm.

Greining í tæka tíð skilar bestum árangri
Þegar tekið er upp sjálfvirkt mjaltakerfi í stað hefðbundins breytist daglegt verklag. Til að halda gripi við góða heilsu þarf nákvæmt eftirlit. Mjaltaþjónninn veitir þér mun meiri upplýsingar en þú hefur vanist. Hver gripur á sína sögu skráða í T4C-rekstrarkerfinu frá fæðingu og þar til hann yfirgefur búið. Annars vegar gerir rekstrarkerfið þér kleift að sinna öllum þörfum kýrinnar til að viðhalda sem bestri heilsu, hæstri nyt og vellíðan. Hins vegar veitir rekstrarkerfið upplýsingar sem gera kleift að halda mjólkurkýr á sem hagkvæmastan hátt. Forvarnir skila betri árangri en lækningar. Greining í tæka tíð er næst best! Allar viðvaranir birtast á einum stafaskjá. Þú getur einbeitt þér að því að sinna þeim kúm sem mest þurfa á hjálp þinni að halda. Þetta er stjórnun sem byggist á frávikum!

Stöðug Lely-gróska í landbúnaði
Hlutverk bóndans er bundið umhverfinu sterkum böndum því áhrifin eru gagnkvæm. Kúabændur eru undir smásjá varðandi meintar loftslagsbreytingar og því leggur Lely sig sérstaklega fram um að leita varanlegra endurbóta á daglegum þáttum sem fylgja rekstri kúabúa. Verndun grunnvatns, minni losun metans, betri orkunýting og hagkvæmari meðhöndlun úrgangs eru nokkur atriði af mörgum.

Rafmagnssparnaður - minni vatnsnotkun
Öll Lely-tæki eiga það sameiginlegt að notkun þeirra krefst minni orku en önnur. Niðurstöður óháðra rannsókna hafa sýnt að Lely Astronaut notar minnsta raforku allra mjaltaþjóna á markaðnum. Vatnsnotkunin er einnig minnst. Hvort tveggja sparar árlega fé og fyrirhöfn!

Niðurstöður óháðrar könnunar Dansk Landbrugsrådgivning sýna að Lely mjaltaþjónn nær flestum mjöltum á sólarhring á kú með minnstri orku og minnstri vatnsnotkun. Það þýðir umtalsvert lægri rekstrarkostnað á ári með hlutfallslega meiri árlegum afköstum en önnur mjaltakerfi.
Heimild: Dansk Landbrugsrådgivning, 2010

Eins og þú vilt hafa hlutina
Ekkert kúabú er eins. Hver bóndi býr á sinn hátt. Þess vegna aðlögum við Lely Astronaut A4 mjaltaþjóninn, að þínum aðstæðum. Þú getur valið um mismun-andi aukahluti til þess að laga mjalta-þjóninn að þínum kröfum.
Astronaut A4 er úr ryðfríu stáli og með nýjan 12" E-link-snertiskjá í lit. Með honum er mjög auðvelt að stýra T4C-rekstrarkerfinu. Öll stjórntæki og kennitölur eru á skjánum - ákvörðunum er fylgt eftir á staðnum. Á Astronaut A4 hefur þú sömu stjórnun eins og með T4C á PC-tölvu auk þess sem nálægðin við kúna stuðlar að nákvæmari skráningu og fækkar innsláttarvillum.

Samstarf er ávallt beggja hagur
Eftir að hafa fundið upp og þróað mjaltaþjóninn hefur Lely sett upp ríflega 10 þúsund sjálfvirk mjaltakerfi um víða veröld. Þróunin er stöðug - Lely er alltaf að leita leiða til að endurbæta og fullkomna tæknina, ekki einungis til að endurbæta sjálfvirkar mjaltir sem slíkar heldur jafnframt að leita leiða til að gera aðra verkþætti á búinu sjálfvirka. Betri nýting vinnuaflsins eykur framleiðni búsins.

Færsla fóðurtrogs
Fóðurtrogið víkur til hliðar að loknum mjöltum. Með því er kýrin „hvött“ til að yfirgefa mjaltaþjóninn því ekkert hindrar henni útgöngu og hún fær ekki meira fóður. Kýrin stendur því styttra við og sú næsta kemst fyrr að. Í fljótu bragði gætu 5 sekúndur/kú sýnst lítilvægar en þær geta auðveldlega orðið að 15 mínútum/dag. Það þýðir að auðveldlega mætti bæta einni kú við!

Lely armurinn - hraðvirkari mjaltir með færri hreyfingum
Bestur árangur við mjaltir næst með því að aðlaga mjaltalag að hverjum spena. Lely 4Effect-sogskiptirinn getur aðlagað sogið að sérhverjum spena. Kerfið meðhöndlar hverja kú og hvern spena á sinn sérstaka hátt, þ.e. sníður mjaltirnar að kú og spenum. Sterkbyggður armur mjaltaþjónsins hefur sannað gildi sitt frá upphafi (1992). Armurinn fækkar óþörfum hreyfingum, fer „mýkri höndum“ um kúna, útilokar að mjaltahylki geti fallið á gólf og tengir hraðar en öll önnur mjaltakerfi.

Lifðu Lely lífi

TIL BAKA