Lely hreinsi- og ■vottaefni

 Sérhæfð hreinsi- og þvottaefni fyrir öll kúabú

Blöndunarhlutfall er aðeins 0.5%
100% klórefnafrítt sem þýðir mun lengri ending á t.d. slöngum
• Efnin fara vel með mjaltakerfin
• Valda ekki tæringu
• Vistvænni hreinsiefni sem standast ströngustu kröfur um hollustu- og umhverfisvernd

 


Astri-B er froðuhreinsiefni til að þrífa mjaltaþjón og stjórnklefa. Efnið er sérstaklega gert fyrir þetta ákveðna verk sem þannig verður fljótlegt, auðvelt og öruggt.

Notkun: Froðunni er einfaldlega sprautað á þá fleti og hluti sem þarf að þrífa og látin loða á í ákveðinn tíma. Síðan er froðunni og óhreinindum einfaldlega spúlað af með vatni.

Nota skal hlífðarfatnað og persónuhlífar við notkun þessa efnis.
 

Innihaldsefni: Vítissódi
- Mjög ætandi.
- Getur valdið alvarlegum brunasárum.
- Notið ekki óblandað.
- Blandið ekki lífrænum efnum svo sem fitu, olíu o.þ.h.
- Geymið ávallt í upprunalegum umbúðum.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.

 


Astri-cid (Sýra) er fljótandi hreinsiefni sem leysir upp og fjarlægir kalsíum og önnur setefni úr mjólkurkerfum á hraðvirkan hátt. Astri-cid inniheldur jafnframt losefni sem brjóta niður, fella út og fjarlægja fitu úr súrum efnakerfum.

Nota skal hlífðarfatnað og persónuhlífar við notkun þessa efnis.

 

 

Leiðbeiningar: Sjá Astronaut-handbók.

- Fáanlegt í 24 kg brúsa.
- Sérstakri forstigssýru, sem er einn af þáttum hreinsiefnisins, 
  er beitt til að losa set og útfellingar úr kerfinu.
- 100% klórefnafrítt.
- Lífrænt og hættuvottað.
- Lífrænt niðurbrot í náttúrunni. 

Innihaldsefni: Fosfórsýra
- Ætandi.
- Getur valdið brunasárum.
- Notið ekki óblandað.
- Blandið ekki lífrænum efnum svo sem fitu, olíu o.þ.h.
- Geymið ávallt í upprunalegum umbúðum.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.

 


Astril-L er sérhæft fljótandi efni til hreinsa spenabursta Astronaut-mjaltaþjóna. Blandist 0,3-0,5% en 0,2% í LelyWash®-þvottakerfi. Tryggir fullkomna hreinsun burstanna. Astril-L sótthreinsar jafnframt og fækkar þannig gerlum umtalsvert; efnið veldur hvorki ofnæmisáhrifum né ertingu á spenum eins og títt er um önnur hreinsiefni sem innihalda klórsambönd.

Nota skal hlífðarfatnað og persónuhlífar við notkun þessa efnis.

 

Leiðbeiningar: Sjá Astronaut-handbók.

- Fáanlegt í 22 kg brúsum.
- Efni sem tryggir örugga hreinsun spenabursta.
- 100% klórefnafrítt.
- Umhverfis- og hættuvottað.

Innihaldsefni: Vetnisperoxíðsýra og vetnisperoxíð
- Ætandi.
- Ertir öndunarfæri
- Notið ekki óblandað.
- Blandið ekki lífrænum efnum svo sem fitu, olíu o.þ.h.
- Geymið ávallt í upprunalegum umbúðum.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.

 


Astri-lin er fljótandi basískt hreinsiefni. Sérstök efnasamsetning gerir það að verkum að Astri-lin hefur fulla virkni án tillits til þess hve vatn er „hart’’. Steinefni losna auðveldlega upp við þrif og koma þannig í veg fyrir stíflur af völdum kalsíumútfellinga í lögnum og tönkum. Nota skal hlífðarfatnað og persónuhlífar við notkun þessa efnis.

Nota skal hlífðarfatnað og persónuhlífar við notkun þessa efnis.

 

Leiðbeiningar: Sjá Astronaut-handbók.

- Fáanlegt í 25 kg brúsum.
- Ónæmt gagnvart „hörku’’ vatns.
- Umhverfis- og hættuvottað.
- Lífrænt niðurbrot í náttúunni.
- 100% klórefnafrítt.

Innihaldsefni: Vítissódi
- Mjög ætandi.
- Getur valdið alvarlegum brunasárum.
- Notið ekki óblandað.
- Blandið ekki lífrænum efnum svo sem fitu, olíu o.þ.h.
- Geymið ávallt í upprunalegum umbúðum.
- Geymið þar sem börn ná ekki til.