Skilmßlar vefverslunar

Almennt:
VB Landbúnaður áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu pöntunar í vefverslun VBL.is , t.d. vegna rangra verðupplýsinga sem birst hafa í vefversluninni vegna tæknilegra mistaka og einnig að breyta verðum vegna sömu ástæðna. Viðskiptavini skal þá gefinn kostur á að hætta við pöntun og fá endurgreitt. VB Landbúnaður áskilur sér rétt til að hætta við sölu vöru á tilteknu verði fyrirvaralaust. Ef vafi leikur á um að pöntun sé rétt er áskilinn réttur til að staðfesta pantanir símleiðis og senda pöntun ekki fyrr en frekari staðfesting á pöntun liggur fyrir.

Greiðslu:
Hægt er að greiða pantanir með kreditkorti eða með millifærslu. Viðskiptamönnum VB Landbúnaðar sem hafa opinn viðskiptareikning með nægilegri úttekttarheimild gefst einnig kostur á að láta reiknignsfæra pantanir í viðskiptareikning. VB Landbúnaður samþykkir þó aldrei að senda vörur annað en á heimilsfang reikningseiganda, sé pöntun færð í viðskiptareikning. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt.

Sendingarkostnaður:
Sendingarkostnaður leggst við allar pantanir nema þær sem sóttar eru í verslanir VB Landbúnaðar í Reykjavík eða á Akureyri. Ef heildarfjárhæð sendingar er yfir 10.000.- er varan send til kaupanda án sendingargjalds.

Afhending vöru:
Almenna reglana er að vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Allar vörur í verfverslun VBL eru til á lager. Vilji svo til að varan sé ekki til á lager mun sölumaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift með þjónustubifreiðum VB landbúnaðar eða með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. VB Landbúnaður ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi hjá Íslandspósti. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá VB Landbúnaði til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur:
Skilaréttur vöru er allt að 20 dagar gegn framvísun reiknings. Afföll af skilavöru eftir þann tíma eru 20% og skil eru háð samþykki seljanda. Rafmagnsvörum fæst ekki skilað. Varan þarf að vera ónotuð og koma í upprunalegum pakkningum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd nema um galla sé að ræða. Hafi verið greitt með kreditkorti er endurgreiðsla lögð aftur inná sama kort.

Trúnaður og persónuupplýsinga:
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. VB Landbúnaður mun ekki láta þriðja aðila í té persónuupplýsingar sem til verða við pantanir né vista upplýsingar um þá sem panta lengur en ástæða er til.