Fyrirtękiš

VB Landbúnaður (Vélaborg Landbúnaður) hóf starfsemi sína í júní 2009. 

Lely International er hluthafi í VB Landbúnaði  og lagði félaginu til verulegt fjármagn. Síðan þá hefur félagið verið rekið samhliða Vélaborg en eins og nafnið gefur til kynna er öll áhersla félagsins á landbúnað. 

Lely hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að eiga hlutdeild í dreifingar- og söluaðilum sínum og það má segja að sá samdráttur sem hefur orðið á Íslandi hafi aukið áhuga Lely fyrir því að hasla sér völl með okkur hér á landi. 

Lely hefur alltaf sýnt Íslandi mikinn áhuga, enda er markaðshlutdeild þeirra í mjaltaþjónum á Íslandi sú hæsta í heiminum. Lely hefur einnig í boði mikið úrval heyvinnuvéla sem af mörgum eru taldar þær allra bestu sem völ er á.

Nýlega hefur Lely keypt upp fyrirtækið Mengele sem framleitt hefur heyhleðsluvagna og Welger sem framleiðir rúlluvélar. Vörur þessara aðila verða framvegis markaðssettar undir nafni Lely. 

Lely er eins og margir þekkja mjög öflugt félag í framleiðslu landbúnaðartækja og þeir ætla sér stóra hluti á Íslandi á næstu árum. Við treystum því að grunnatvinnuvegum Íslendinga verði gert hátt undir höfði nú þegar við eigum undir högg að sækja, því nauðsynlegt er að við sem þjóð séum sjálfum okkur nóg um sem flesta hluti á þeim árum sem að framundan eru.

Landbúnaður er og verður ein af grunnatvinnugreinunum okkar íslendinga og þar verða hjólin að snúast hvort sem vel eða illa árar.

Með stofnun VB Landbúnaðar er orðið til öflugt félag með vel yfir 100 milljónir í eigið fé með mjög öflugan bakhjarl sem á að geta þjónustað íslenskan landbúnað vel í framtíðinni.

Hjá VB Landbúnaði starfa nú 16 starfsmenn og eru starfsstöðvar félagsins að 
Krókhálsi 5F í Reykjavík og að Baldursnesi 2 á Akureyri. 

Með aðkomu Lely sem hluthafa höfum við eflt landbúnaðararminn okkar verulega og styrkir þetta heildina til framtíðar.

Við fylgjum þér inn í framtíðina.


Kær kveðja.