Vogel & Noot, jaršvinnsla

 

 

Vogel & Noot - Jarðvinnsluvélar

Austurríska fyrirtækið Vogel & Noot var stofnað árið 1872 og hefur allar götur síðan verið að framleiða plóga. Í dag er Vogel & Noot stærsti framleiðandi plóga í löndum ESB og annar af tveimur stærstu í heimi.

Þó að framleiðsla á plógum sé aðalsmerki Vogel & Noot eru þeir einnig mjög öflugir framleiðendur annarra jarðvinnsluvéla, t.d. pinnatætara, tindaherfa, valtara og sáningarvéla.

Öflug sölu- og þjónustuver í meira en 45 löndum um heim allan tryggja getu Vogel & Noot til þess að veita úrvalsþjónustu.


PLÓGAR
Plógarnir eru af tveimur grunngerðum, vendiplógar og einfaldir hefðbundnir plógar. Vendiplógarnir eru í sex stærðar- og styrkleikaflokkum er henta mismunandi stærðum dráttarvéla og gerðar jarðvegs. Vogel & Noot plógarnir eru framleiddir með fjórar gerðir eða útfærslur á grjótvarnarbúnaði og mismunandi gerðir af moldverpum og skurðbúnaði. Ýmsir aðrir breytimöguleikar eru á plógunum. Vogel & Noot leggur mikla áherslu á að einfalt og þægilegt sé að stilla plógana, þannig að auðvelt sé að plægja vel og ná góðum afköstum. Einnig að í þeim séu sem fæstir slitfletir og viðhald því auðvelt.


UNDIRLAGSHERFI
Þessi herfi rista niður á svokallað pressulag sem er á 45-60 cm dýpi. Til eru þrjár gerðir 3 til 11 tinda með 2,5 m til 5 m vinnslubreidd. Þau brjóta sundur pressulagið og mynda greiða leið fyrir súrefni og vatn.


VALTARAR
Valtararnir eru allir samanbrjótanlegir á hjólastelli í fjórum stærðum frá 5,3 m til 8,3 m með vali á tveimur mismunandi gerðum af hringjum. Hægt er að fá kögglamyljara framan við valsana.


JARÐTÆTARAR
Öflugir þrautreyndir pinnatætarar í fjórtán mismunandi vinnslubreiddum og fjórum styrkleika flokkum er henta mismunandi aðstæðum og gerðum jarðvegs. Fjórar gerðir af afturvölsum eru fáanlegar.


SÁNINGSVÉLAR
Loftsáningsvélarnar eru í fjórum útfærslum og sex vinnslubreiddum. Hefðbundnar sáningsvélar fást í tveimur útfærslum og tveimur vinnslubreiddum. Báðar gerðirnar eru með þrjár mismunandi útfærslur á sáningsskóm.


VOGEL & NOOT framleiðir einnig tvo aðra flokka af jarðvinnsluvélum, auk efnaúðara og ruddasláttuvélar.


 

Nánari upplýsingar um útbúnað á hefðbundnum plógum

 

FARMER M 950 4 skeri
Útbúnaður:
 
Fjaðrablaða öryggi. 
Plógristlar ofan við moldverpi. 
Hjólskeri á öllum. 
Viðsnúanlegar skurðartær. 
Vökvastillt fyrsta plógfar. 
55 cm gúmmídýptarhjól. 
Burðargrind 120x100 mm, 95 cm milli odda. 
78 cm undir grind. 
Plógfarsbreidd 32, 36, 40 eða 44 cm.

 

 

FARMER M 850 4 skeri
Útbúnaður:
 
Brotbolta öryggi. 
Frákastblöð ofan á moldverpum, hjólskeri á aftasta moldverpa, hnífaskeri á þrem fremstu. 
Viðsnúanlegar skurðartær.
Vökvastillt fyrsta plógfar. 
55 cm gúmmídýptarhjól. 
Burðargrind 120x100 mm, 85 cm milli odda. 
78 cm undir grind.
Plógfarsbreidd 28, 32, 36 eða 40 cm.

 

 

FARMER L 850 3 skeri
Útbúnaður:
 
Brotbolta öryggi.
Frákastblöð ofan á moldverpum. 
Hjólskeri á öllum. 
Viðsnúanlegar skurðartær. 
40 cm stáldýptarhjól. 
Burðargrind 120x80 mm, 85 cm milli odda. 
72 cm undir grind.
Plógfarsbreidd 30 eða 35 cm.

 

 

FARMER MS 950 Vario 4 skeri
Útbúnaður:
 
Vökvabúnaðar öryggi.
Vökvastillt plógfarsbreidd 30-50 cm. 
Frákastblöð ofan við moldverpi.
Hjólskeri við öll moldverpi. 
Viðsnúanlegar skurðartær.
Vökvastillt fyrsta plógfar. 
55 cm gúmmídýptarhjól.
Burðargrind 150x100 mm, 95 cm milli odda.
76 cm undir grind.

 

 

FARMER MS 950 Vario 5 skeri
Útbúnaður:
 
Vökvabúnaðar öryggi. 
Vökvastillt plógfarsbreidd 30-50 cm. 
Plógristlar ofan við moldverpi, hjólskeri við öll moldverpi. 
Viðsnúanlegar skurðartær. 
Vökvastillt fyrsta plógfar. 
55 cm gúmmídýptarhjól. 
Burðargrind 150x100 mm, 95 cm milli odda. 
76 cm undir grind.

 

 

FARMER L 850 3 skeri
Útbúnaður:
 
Brotbolta öryggi.
Plógristlar. 
Hjólskeri á aftasta moldvarpa en hnífaskeri á tveim fremstu.
Viðsnúanlegar skurðartær. 
40 cm stáldýptarhjól.
Burðargrind 120x80 mm, 85 cm milli odda.
72 cm undir grind. 
Plógfarsbreidd 30 eða 35 cm.