Zetor, drßttarvÚlar

VB-Landbúnaður býður uppá hinn Tékkneska Zetor í nokkrum útfærslum. Major, Proxima, Proxima Power og svo Forterra. Þessar vélar eru fáanlegar í mótorstærðum frá 77 hestöflum og allt að 136 eins og sést hér að neðan. Fyrsta vélin frá Zetor kom af færibandinu árið 1946 og síðan þá hafa yfir 1,1 milljón verið framleiddir. Zetor hafa reynst einstaklega vel á Íslandi í gegnum árin og hafa ávalt verið þekktir fyrir áreiðanleika og lágan viðhaldskostnað. Þjónustuverkstæði Zetor eru staðsett víðsvegar um landið og eru þekkt fyrir góða og áreiðanlega þjónustu.
Það er val um þyngingar í afturfelgum á allar Zetor vélar. Einnig eru Proxima, Proxima Power og Forterra fáanlegar með frambúnaði með aflúrtaki.

 


 

ZETOR MAJOR 80

Zetor Major er mjög góður kostur fyrir þá sem eru með minni búin en einnig alla sem vantar létta og lipra dráttarvél á túnið til að snúa, slá, raka saman og í öll minni verk. Majorinn er einföld vél og er án alls flókins rafbúnaðar. Samt vantar ekkert til að vélin geti sinnt sínu hlutverki með sóma. Hún er einstaklega þægileg og auðveld í allri umhirðu. Mótorinn er 75 hestöfl og er hinn þrautreyndi 1105 frá Zetorverksmiðjunni sem hefur yfir 65 ára reynslu í smíði dieselmótora.

 

Helsti búnaður Zetor Major 80
• 4cyl common rail mótor frá Deutz í umhverfisflokki IV með túrbínu og intercooler
• Gírkassi 12x12 með syncro (4x3)
• Ökuhraði 35 km/klst

• Vendigír í mælaborði

• Aflúttak 540 og 1000 sn

• Vökvadæla 50 l/ mín 180 bar

• 2 x 2 vökvaúrtök ásamt bakflæðiventil

• Dráttarkrókur, dráttarbeisli
• Lokaðir beislisendar Cat2

• Lyftigeta beislis er 2600 kg
• Cararro framöxull með sjálfvirkri læsingu

• Vökvadiskabremsur á afturhjólum
• Auka þyngingar í afturfelgum 4*30kg hvoru megin
• 82 lítra eldsneytis tankur

• Stillanlegt ökumannssæti með belti
• Öflug miðstöð í húsi
• Vinnuljós á hústoppi, 2 að aftan 2 að framan
• Rúðuþurrka að framan og aftan með hreinsivökva

• Púströr á horni húss
• Farþegasæti
• Útvarp með geislaspilara, usb og aux tengjum

• Helstu mál hæð, breidd, og lengd 2,56, 1,86 og 4,2 m

• Þyngd vélar án ámoksturstækja og auka þynginga, 3090 kg

 


 

ZETOR PROXIMA

 

Zetor Proxima er framleidd í fjórum mótorstærðum, 65, 77, 87 og 96 hestöfl. Þetta er sterkbyggð vél sem er hönnuð til bera ámoksturstæki og takast á við erfiðustu verkefni, búinn vendigír og 12 x 12 Synkro gírkassa með 40 km aksturshraða. Proxima vélin er mjög hentug fyrir þá er vilja öflugt tæki sem ekki er hlaðið þeim aukabúnaði sem hæglega má sleppa án þess að það rýri á nokkurn hátt getu vélarinnar til að sinna öllu því sem ætlast er til af dráttarvél. Einföld vél með mikið rekstraröryggi og góðan stjórnbúnað.

 

Helsti búnaður Proxima 100
• 4 cl mótor í umhverfisflokki Tier lll með ERG turbinu og intercooler

• Gírkassi mekanískur 12x12 með vendigír í mælaborði

• Tvöföld þurrkúpling

• Ökuhraði 40 km/klst

• Öflugt framdrif með miðlægu drifi

• Aflúttak 540 og 540E sn/mín
• Vökvadæla 60 lítra 200 bar

• Vökvastýri með sjálfstæðri vökvadælu

• Opnir beislisendar Cat ll

• Dráttarkrókur og dráttarbeisli

• Lyftigeta beislis er 4190 kg

• 3 x 2 vökvaúrtök að aftan ásamt bakflæðiventil

• Vagnbremsuventill (Zetor 90 og 100)

• Vandað ökumannshús með þægilegu vinnuumhverfi
• Pústurrör á húshorni
• Stillanlegt ökumannssæti

• Rúðuþurrkur að framan og aftan með hreinsivökva

• Vinnuljós á þaki húss að framan og aftan, aukaljós í grill auk ökuljósa

• Standard dekk, 340/85 R24 og 420/85 R34

• Útvarp með geislaspilara, usb og aux tengi
• Farþegasæti með belti

• Þyngd vélar án ámoksturstækja, 3630 kg


 


 

ZETOR PROXIMA POWER

 

Zetor Proxima Power er með vökvakúplingu og er ríkulega búin að öllu leiti. Mótorstærðirnar eru 87, 96, 107 og 117 hestöfl. Þessi vél er framleidd fyrir þá sem gera kröfur um mjög vel útbúna dráttarvél. Power vélin er t.d. með sjálfskiftibúnaði í milligírum, kúpplings takka á gírstöng, rafstýrðum vendigír við stýri, loftkælingu í húsi, yfirstærð á dekkjum o.fl. o.fl. Proxima Power er einstaklega auðveld og létt í notkun, vél sem þú þreytist ekki á að vinna á allan daginn.

 

Helsti búnaður Proxima Power 120
• PowerShuttle kúplingsfrír vökvavendigír
• 24/24 gírkassi, 3 takkask. milligírar í hverjum drifgír
• Kúplingstakki á gírstöng

• Mótor í umhverfisflokki Tier III. 117 ha

• Túrbina og intercooler. ERG ventill

• Hnappur fyrir innsetningu á framdrifi

• Hnappur fyrir læsingu á afturdrifsöxli

• Öflugur framöxull með miðlægu mismunadrifi
• 40 km aksturshraði, vökvabremsur á öllum hjólum

• 540 og 540E snúninga aflúrtak

• Hnappur fyrir innsetningu á aflúrtak

• Viðbragðshraði á vinnudrifi við innsetningu er stillanlegur
• Vinnudrifi er innkúplað með diskum í olíubaði

• Dráttarkrókur og dráttarbiti
• Lyftigeta afturbeislis er 4150 kg
• Opnir beislisendar Cat 2
• Stjórnstöng fyrir beisli innan á afturbretti
• Vökvadæla 60 lítra 200 bar

• 3 tvöföld vökvaúrtök að aftan ásamt bakflæðiventil

• Vagnbremsuventill

• Sjálfstæð vökvadæla fyrir stýri

• Vandað ökumannshús með mjög þægilegu vinnuumhverfi

• Loftkæling og öflug miðstöð
• Stýrishjól með að/frá og upp/niður stillingum
• Bólstrað fjölstillanlegt ökumannssæti með loftfjöðrun

• Bólstrað farþegasæti með belti

• Þurrkur á fram og afturrúðu með hreinsivökva

• 9 vinnuljós auk ökuljósa, blikkljós á húsþaki

• Pústurrör við húshorn
• Þrýstiloftsdæla
• Yfirstærð á dekkjum 380/70 R24 – 480/70 R34

• Útvarp með geislaspilara, usb og aux tengi


 


 

ZETOR FORTERRA

Zetor Forterra er ein stærsta vélin í Zetor seríunni og er tæknilega mjög fullkomin vél sem að öllu leiti stendur jafnfætis því sem best gerist í framleiðslu á dráttarvélum. Mótorinn er 4 cl og búinn 16 ventlum. Samkvæmt samanburðarprófum á eldsneytiseyðslu á 61 dráttarvélagerðum í sama stærðarflokki hjá Þýska landbúnaðarblaðinu PROFI-test var eldsneytiseyðsla Zetor Forterra 5.7% lægri en meðaleyðsla allra véla í þessum prófunum, frábær árangur það! Lyftubúnaður vélarinnar af nýrri gerð – HITCTRONIC- og var hannaður í samvinnu við BOSCH. Þessi búnaður vann til gullverðlauna á Agrotech 2012 Kielce landbúnaðartækjasýningunni. Forterra er framleidd með mótorstærðir frá 96 – 136 hestöfl.

 

Helsti búnaður Forterra 140
• 4 cl mótor með 16 ventlum í umhverfisflokki Tier lllB með EGR turbinu og intercooler

• PowerShift gírakassi 30x30 með rafstýrðum vökvavendigír og sjálfskiptimöguleika
• Ökuhraði 40 km/klst

• Öflugt framdrif með miðlægu drifi

• Aflúttak 540/540E/ og 1000/1000E
• Vökvadæla 70 lítrar 200 bar

• Vökvastýri með sjálfstæðri vökvadælu
• Opnir beislisendar Cat 3

• Dráttarkrókur og dráttarbeisli

• Lyftigeta beislis er 7000 kg, með rafstýrðri stjórnun

• Stýritakkar á afturbretti fyrir beisli og aflúttak

• 3 x 2 vökvaúrtök að aftan ásamt bakflæðiventil

• Rafstýrð innsetning á vinnudrifi
• Rafstýrð innsetning á driflás

• Rafstýrð innsetning á framdrifi

• Vagnbremsuventill

• Mjög vandað ökumannshús með þægilegu vinnuumhverfi

• Loftkæling í húsi

• Bólstrað niðurfellanlegt farþegasæti með belti

• Vandað loftpúða ökumannsæti
• Stýrishjól með að/frá og upp/niður stillingu
• Pústurrör á húshorni

• Rúðuþurrkur að framan og aftan með hreinsivökva

• Vinnuljós á þaki húss að framan og aftan, aukaljós í grill auk ökuljósa
• Yfirstærð á dekkjum, 480/65 R24 og 600/65 R38
• 240 lítra eldsneytistankur

• Útvarp með geislaspilara, usb og aux tengi

• Þyngd vélar án ámoksturstækja 4850 kg